Arctic Trucks Island
 

Myndagallerý »AT35 breyting

Þegar sett eru 35" dekk undir jeppa er í flestum tilfellum eingöngu þörf á upphækkun á fjöðrun eða bæði á fjöðrun og yfirbyggingu. Við þessa stærð dekkja eru settir nýir brettakantar á bílinn sem breyta útliti hans heilmikið og tryggja að eftir honum sé tekið. Bíllinn hækkar tölvuvert en þó ekki það mikið að flestum farþegum finnist hækkunin upp í jeppann til óþæginda. Bíll með AT35 breytingu fer flesta fjallvegi án vandræða og góður kostur fyrir þá sem vilja öflugan bíl til fjallaferða að sumri til en þar að auki aukna drifgetu í snjó.

 • Bíllinn hækkar undir lægsta punkt
 • Mýkri akstur á grófum vegum
 • Aukið flot
 • Bíllinn verður stöðugri
 • Útlitsbreyting

Aukahlutir fyrir Isuzu:

 • Pallhús
 • Húddhlífar
 • Gluggavindhlífar
 • Ljósahlífar
 • Felgur
 • Kastarar
 • Álbox í farangursrými
 • Come-Up spil
 • Loftdælur

Kynnu þér nánar aukahlutaúrvalið okkar undir vöruflokkunum hér vinstra meginn á síðunni.

Frekari upplýsingar fást í verslun okkar og í síma 540 4900.


Íhlutir breytingapakkans

 • 35x12,5R15 dekk
 • Prime 15x10" álfelgur
 • Átaksmælir
 • Málaðir brettakantar
 • Gangbretti og gangbr.festingar
 • Aurhlífar
 • Hraðamælabreytir
 • 30 mm hækkun á fjöðrun framan/aftan
 • Úrklipping úr hjólskálum framan/aftan
 • Breyting á rúðupisskút
 • Færsla á spindilkúlum niður fyrir klafa
 • Slökkvitæki
 • Sjúkrapúði
 • Hjólastilling
 • Sérskoðun
 • Vigtun
 • Arctic Trucks krómmerki á afturhleraByggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli

Vefir