Arctic Trucks Island
 

Myndagallerý »



35" breyting

Þegar sett eru 35" dekk undir jeppa er í flestum tilfellum eingöngu þörf á upphækkun á fjöðrun eða bæði á fjöðrun og yfirbyggingu. Við þessa stærð dekkja eru settir nýir brettakantar á bílinn sem breyta útliti hans heilmikið. Bíllinn hækkar tölvuvert en þó ekki það mikið að flestum farþegum finnist hækkunin upp í jeppann til óþæginda. Þessi breyting er mjög góður kostur fyrir þá sem vilja öflugan bíl til fjallaferða að sumri til og aukna drifgetu í snjó.

 • Bíllinn hækkar undir lægsta punkt
 • Mýkri akstur á grófum vegum
 • Aukið flot
 • Bíllinn verður stöðugri
 • Útlitsbreyting

Aukahlutir fyrir Isuzu:

 • Pallhús
 • Húddhlífar
 • Gluggavindhlífar
 • Ljósahlífar
 • Felgur
 • Kastarar
 • Álbox í farangursrými
 • Come-Up spil
 • Loftdælur

Kynnu þér nánar aukahlutaúrvalið okkar undir vöruflokkunum hér vinstra meginn á síðunni.

Frekari upplýsingar fást í verslun okkar og í síma 540 4900.


Íhlutir breytingapakkans

 • 35x12,5R15 dekk
 • Prime 15x10" álfelgur
 • Átaksmælir
 • Málaðir brettakantar
 • Gangbretti og gangbr.festingar
 • Aurhlífar
 • Hraðamælabreytir
 • 30 mm hækkun á fjöðrun framan/aftan
 • Úrklipping úr hjólskálum framan/aftan
 • Breyting á rúðupisskút
 • Færsla á spindilkúlum niður fyrir klafa
 • Slökkvitæki
 • Sjúkrapúði
 • Hjólastilling
 • Sérskoðun
 • Vigtun
 • Arctic Trucks krómmerki á afturhlera



Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli

Vefir