Arctic Trucks Island

Gormar og gormafjöðrun

 

Gormar henta jeppum mjög vel að því leyti að með þeim er hægt að ná tiltölulega langri og mjúkri fjöðrun. Gallinn er hins vegar lítið burðarþol við mikla hleðslu. Prógressífir gormar eru að vissu leyti lausn á þeim hleðsluvanda því uppbygging þeirra er önnur en hefðbundinna gorma. Ástæðan er sú að vafningarnir í þeim eru venjulega hafðir þéttari í öðrum endanum og þá stífna þeir meira eftir því sem hleðslan eykst. Það er mikill kostur við gorma að þeir hafa ekkert innra viðnám. Prógressífir gormar eru almennt ekki staðalbúnaður í jeppum heldur seldir sem aukabúnaður. Við val á gormum í jeppa er mikilvægt að huga að því hvaða eiginleikum verið er að sækjast eftir. Þarfir ökumanna eru mismunandi og eiginleikar gormanna einnig.


Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Vefir